Yearly Archives: 2013

Auglýsingar í snjalltækjum

Vissir þú að 45 - 55 % allra auglýsingabirtinga á íslenskum vefmiðlum birtast í snjalltækjum ? Notkun vefmiðla í snjalltækjum hefur aukist gríðarlega á síðustu árum og má gera ráð fyrir því að sú þróun haldi ótrauð áfram. Mælingar sýna að á bilinu 43% notenda noti vefmiðla á skjátoppi (desktop), 8% á spjaldtölvum (tablet) og um 49% á snjalltækjum (mobile).  Það er því mikilvægt að vefmiðlar aðlagi stærð og staðsetningu auglýsingahólfa eftir notendahegðun. Er auglýsingin þín að birtast nógu vel í snjalltækja útgáfum vefmiðla ? Það er ekki alltaf samræmi í því að auglýsing sem er staðsett ofarlega á vefmiðli í skjátopp útgáfu sé að birtast notendanum…

 

Ertu viss ?

Á Íslandi hefur tíðkast að selja auglýsingahólf á föstu verði óháð ákveðnum fjölda birtinga eða stakra notenda. Þessi aðferðarfræði tíðkast hvergi annarsstaðar en hér á landi þar sem hinn hluti heimsbyggðarinnar kaupir og selur auglýsingar alltaf eftir fjölda birtinga, gildir þá einu hvort um ákveðna staðsetningu er að ræða eða ekki. Með tilkomu SKYN á íslenskan markað hefur margt breyst til hins betra þrátt fyrir stuttan tíma sem SKYN hefur verið starfrækt. Má þar kanski helst nefna að nú eru auglýsendur orðnir upplýstari um hvað þeir eru að kaupa bæði á íslensku miðlunum sem og þeim erlendu (google)